Northumberland-þjóðgarðurinn (enska: Northumberland National Park) er nyrsti þjóðgarður Englands rétt suður af landamærum Skotlands, við Hadríanusarmúrinn. Stærð hans er 1.030 kílómetrar og er það fjórðungur héraðsins Northumberland. Cheviot-hæðirnar og Kielder-skógurinn sem er stærsti manngerði skógur Evrópu eru meðal annars innan hans. Breski herinn er með æfingasvæði innan þjóðgarðsins.
Fyrirmynd greinarinnar var „Northumberland National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. mars. 2017.