Nöfn og nauðsynjar (e. Naming and Necessity) er rit eftir bandaríska heimspekinginn Saul Kripke sem kom fyrst út árið 1980. Bókin er byggð á handriti af þremur fyrirlestrum sem lesnir voru í Princeton-háskóla árið 1970.
Ýmsar greinar byggðar á handritinu birtust áður en bókin kom út:
Í Nöfnum og nauðsynjum hugleiðir Kripke nokkrar spurningar sem eru mikilvægar innan rökgreiningarheimspekinnar:
Meginmarkmið Kripkes í fyrsta fyrirlestrinum var að útskýra og gagnrýna ríkjandi hugmyndir um hvernig nöfn virka.
Um miðja 20. öldvar mikilvægasta kenningin um eðli nafna lýsingarhyggja um nöfn en það var kenning Gottlobs Frege sem Bertrand Russell hafði tekið upp. Stundum er kenningin nefnd „lýsingarhyggja Freges og Russells“. Ýmsir heimspekingar höfðu birt gagnrýni á kenninguna áður en Kripke flutti fyrirlestra sína, meðal annarra Ludwig Wittgenstein, John Searle og Peter Strawson. En Kripke taldi að mótrökunum sem birst höfðu hefði ekki tekist að benda á hinn raunverulega vanda við kenninguna.
Í öðrum fyrirlestrinum hugleiðir Kripke aftur lýsingarhyggju um tilvísun og færir rök fyrir sinni eigin kenningu um eðli tilvísunar. Fyrirlesturinn mótaði orsakahyggju um tilvísun.
Í þriðja fyrirlestrinum ræðir Kripke náttúrulegar tegundir og gerir greinarmun á þekkingarfræðilegri og frumspekilegri nauðsyn. Hann ræðir einnig tvíhyggjuvandann um líkama og sál í hugspeki.
Nöfn og nauðsynjar er talin eitt mikilvægasta rit í heimspeki 20. aldar. Í ritinu Philosophical Analysis in the Twentieth Century: Volume 2: The Age of Meaning segir heimspekingurinn Scott Soames:
Í málspeki er Nöfn og nauðsynjar meðal mikilvægustu rita fyrr og síðar og í flokki með sígildum ritum Freges seint á 19. öld og Russells, Tarskis og Wittgensteins á fyrri hluta þeirrar 20. ... Nöfn og nauðsynjar átti þátt í hinni víðtæku höfnun á því viðhorfi sem var svo vinsælt meðal mannamálsheimspekinga að heimspeki sé ekkert annað en málgreining.[1]