Oddabjörk | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Betula alnoides Buch.-Ham. ex D.Don[1] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Betulaster nitida (D.Don) Spach |
Oddabjörk (fræðiheiti: Betula alnoides, kínverska: 西桦 xi hua, taílenska: กำลังเสือโคร่ง kamlang suea khrong „tígrisstyrkur“) er birkitegund. Hún vex í Búrma, Bhutan, Kína, Indland, Nepal, Thailand og Víetnam í 700 til 2100 metra hæð.[2]
Tréð verur um 30 m hátt með dökkbrúnum berki. Sprotarnir eru hvítir og silkihærðir. Blaðstilkarnir eru 1,5 til 3 sm og blöðin 2.5 - 5.5 sm, breiðlensulaga (stundum egglaga til tígullaga), þunn. Kvenreklarnir eru hangandi, og fullþroska verða 5 til 10 sm langir og 5 til 10 mm í ummál. Fræin eru þroskuð frá mars til maí, en blómgun er frá október til janúar.[2]
Innri börkur Betula alnoides er ætur og er notaður í kökur og brauð. Hann er einnig talinn vera mótefni gegn snákabiti og er notaður til að meðhöndla bein úr lið.[3]