Panem

Hungurleikarnir
Hungurleikarnir
HöfundurSuzanne Collins
ÞýðandiMagnea J. Matthíasdóttir
LandBandaríkin
TungumálEnska
ÚtgefandiScholastic, Forlagið
Útgáfudagur
2008–2010
Panem teiknað upp af aðdáanda

Panem er sögusvið Hungurleikanna sem eiga að gerast í óskilgreindri framtíð eftir að núverandi þjóðir Norður-Ameríku hafa orðið að engu og í stað þeirra hefur myndast alræðisríki sem kallast Panem. Panem samanstendur af hinnu ríku Kapítal og tólf öðrum (áður þrettán) fátækari umdæmum sem lúta stjórn Kapítalarinnar. Forseti Panem er Snow.

Kapítal eða höfuðborg Panem er í Hungurleikunum miðstöð hins miskunnarlausa einræðisstjórnarkerfis Panem. Og er staðsett norðvestan við Klettafjöll í fyrrum Bandaríkjunum og Kanada. Umhverfis Kapítal eru tólf umdæmi sem höfuðborgin ríkir yfir með ógnarstjórn.

Íbúar höfuðborgarinnar standa fjarri umdæmunum tólf þar sem matarskortur og kúgun ræður ríkjum, en tíska, fögnuðir og skemmtanir á stórum skala eins og Hungurleikarnir á hug þeirra allan. Flestir íbúar höfuðborgarinnar sem lýst er í skáldsögunum virðast ekki hafa vitneskju um eða vera alveg sama um fátæktina og örbygðina sem ríkir í umdæmum Panem. Í samanburði við umdæmin er Kapítal afar auðug og stendur tæknilega framarlega þar sem íbúarnir lifa áhyggjulausu lífi í munaði. Þegar keppendur eða fórnir umdæmanna í Hungurleikunum koma í Kapítolið bregður þeim við að sjá sóunina og öfgafullan lífstílinn sem viðgengst í Kapítalinu, til dæmis í veislu þar sem borinn er fram meiri matur en gestirnir geta í sig látið er vaninn að bjóða upp á ógleðisdrykki svo fólk geti kastað upp og haldið áfram að borða.

Tíska og stíll íbúa Kapítalsins ber með sér lífstílinn og öfgarnar sem viðhafast þar. Tískan er frumleg, furðuleg og hégómafull þar sem íbúarnir lita húð sína og hár villtum litum, fá sér húðflúr og fara í ýktar skurðaðgerðir til að fylgja ákveðnum stíl.

Íbúar Kapítalsins geta ekki verið dregnir út til að taka þátt í Hungurleikunum þar sem leikarnir voru settir upp sem refsing umdæmanna fyrir uppreisn sem féll. Leikarnir eru haldnir hátíðlegir árlega við mikla kátínu íbúa Kapítalsins. Í leikunum velja íbúarnir sinn uppáhalds keppanda/fórn sem þeir styðja með fjárstyrkjum meðan leikarnir standa yfir. Þrátt fyrir blóðugt eðli leikanna verða íbúar Kapítalsins iðulega tilfinningalega tengdir gengi uppáhalds keppenda sinna en eru samt ósnertir af ofbeldinu sem börnin verða fyrir.

Umdæmi 1 sérhæfir sig í að framleiða munaðarvörur eins og skartgripi. Börnin þaðan líta á það sem heiður að taka þátt í Hungurleikunum fyrir hönd umdæmisins og eru oft meðal þeirra sem eru kallaðir „atvinnufórnir“. Þessir aðilar þjálfa sig ólöglega fyrir leikana frá ungum aldri og bjóða sig svo fram til að taka þátt. Þegar leikarnir byrja hópast venjulega þessar „atvinnufórnir“ (venjulega úr umdæmum 1, 2 og 4) saman og mynda hernaðarsamband þangað til þau neyðast til að berjast innbyrðis til sigurs.

Í Hungurleikunum eru báðir keppendurnir/fórnirnar frá umdæmi 1 (Marvel og Glimmer) hluti af atvinnufórnunum og eru báðir drepnir af Katniss. Í Catching Fire, eru keppendurnir systkini, Cashmera og Gloss sem eru drepin af Johanna Mason og Katniss.

Umdæmi 2 sér um múrverk og þjálfar hermenn fyrir her Kapítal. Umdæmi 2 stórt og er að mestu hluti af Klettafjöllum ekki fjarri Kapítal sjálfri. Íbúarnir búa við mun betri lífskjör en önnur umdæmi og því meiri hollusta við Kapítalið þar í samanburði við hin umdæmin. Börn íbúa í umdæmi 2 þjálfa oft ólöglega frá unga aldri fyrir Hungurleikana og bjóða sig fram til þáttöku.

Umdæmið er byggt upp af smáum þorpum við námu. Í miðju umdæmi 2 er fjall þar sem er stjórnarmiðstöð fyrir her Kapítol. Upphaflega sá umdæmið eingöngu um námuvinnu og að vinna grjót en eftir fyrstu uppreisnina (sem varð til þess að Hungurleikarnir voru stofnaðir) eru þeir líka að framleiða vopn. Í þeirri uppreisn var umdæmi 2 sterkur bandamaður Kapítal og fær því sérstaka og betri meðferð en hin umdæmin. Í þriðju bókinni og seinni uppreisninni stendur umdæmi 2 aftur með Kapítal og er síðasta umdæmið til að falla.

Í Hungurleikunum (fyrstu bókinni) eru keppendur frá umdæmi 2, Cato og Clove sérstaklega erfiðir andstæðingar. Clove komst næst öllum að drepa Katniss en var trufluð og svo drepin af Thresh (Frá umdæmi 11). Cato hefndi dauða hennar með því að drepa Thresh en var svo drepinn á endasprettinum af stökkbreyttum úlfum. Í Catching Fire (annarri bókinni) eru keppendur leikanna Brutus og Enobaria. Brutus var drepinn af Peeta en Enobaria lifli leikana af og var ein sjö sigurvegara Hungurleikanna sem lifði stríðið af.

Umdæmi 3 sérhæfir sig í tækni. Flestir íbúarnir vinna í verksmiðjum og eru sérfræðingar í verkfræði sem keppendur umdæmissins hafa getað nýtt sér í hag í Hungurleikunum. Í fyrstu bókinni, Hungurleikarnir, notuðu atvinnufórnirnar keppandann frá umdæmi 3 til að virkja sprengjur af leikvanginum til að vernda birgðirnar þeirra af vopnum og mat.

Beetee er einn af fyrri sigurvegurum Hungurleikanna sem vann með því að setja gildru sem drap mótherjana með raflosti. Hann notaði einnig þessa hæfileika sína í leikunum í Catching Fire. Hinn keppandinn fyrr hönd umdæmi 3 í Catching Fire var Wiress sem áttaði sig á að leikvangurinn væri eins og klukka.

Umdæmi 4 sérhæfir sig í fiskveiðum. Það er annað vel stætt ríki þar sem börnin þjálfa sig til að verða atvinnufórnir. Íbúar umdæmis 4 eru umtalaðir sem fallegasta fólkið.

Í Hungurleikunum (fyrstu bókinni) er karlkyns keppandi umdæmis 4 einn af fyrstu ellefu sem létust í upphafsbaráttunni en kvenkyns keppandinn verður hluti af atvinnufórnunum og deyr þegar Katniss hendir búi stökkbreyttra vespa yfir hópinn. Í Catching Fire verða keppendur umdæmis 4, Mags og Finnick mikilvægir bandamenn Katniss. Mags er mjög gömul kona sem var lærimeistari Finnick í hans leikum. Hún gat búið til fiskikrók úr hverju sem er. Hún bauð sig fram til þátttöku í leikunum til að vernda Annie Cresta sem er fyrrum sigurvegari sem missti vitið eftir þátttökuna. Annie verður seinna eiginkona Finnicks. Finnick deyr í Mockingjay (þriðju bókinni) af stökkbreyttum eðlum í stríðinu.

Umdæmi 5 sérhæfir sig í orku.

Kvenkyns keppandinn frá umdæmi 5 var kölluð Foxface, eða refsandlt því hún minnti á ref með grannt andlit og slétt rautt hár. Hún var ein þeirra sem lifði lengst af því hún var svo snjöll og náði að forðast að rekast á hina keppendurna. Hún dó eftir að hafa borðað eitruð ber sem hún hafði stolið frá Katniss og Peeta.

Umdæmi 6 sérhæfir sig í samgöngum. Fátt annað er vitað um umdæmið annað en báðir keppendurnir í annari bókinni vernduðu Katniss og Peeta. Keppendurnir voru háðir „mophlingverkjalyf sem lýkist morfíni. Bókin gaf í skyn að margir í umdæminu væru háðir lyfinu. Báðir keppendurnir létust fyrsta daginn.

Umdæmi 7 sérhæfir sig í timbri og pappír. Stærsti hluti umdæmissins er furuskógur. Í Catching Fire (annarri bókinni) er Johanna Mason einn bandamanna Katniss og hluti af samsærinu um að brjótast út úr leikvanginum. Undir lokin ræðst Johanna á Katniss til að losa staðsetningarbúnaðinn úr handleggnum á henni. Johanna var ein þeirra sem Kapítal náði að handsama í flóttanum. Hún var pyntuð með vatni og rafstuði sem fangi. Síðar varð hún vinkona Katniss.

Umdæmi 8 sérhæfir sig í textíl. Umdæmi 8 var eitt fyrstu umdæmana til að taka þátt í byltingunni.

Tveir íbúar náðu að flýja í byltingunni og sögðu Katniss frá orðrómum um að umdæmi 13 hefði ekki verið eytt. Það er gefið í skyn að öryggisvarnir í umdæmi 8 sé strangt fylgt eftir síðan byltingin byrjaði og íbúarnir örvæntingarfullir fyrir vonarglætu. Í Mockingjay, heimsækir Katniss spítala í umdæmi 8 sem síðar var sprengdur upp af Kapítal. Leiðtogi umdæmis 8, Peylor, hefur getu til að efla með hermönnum sínum öfluga hollustu sem fylgja henni frekar en Coin forseta 13. Paylor verður Forseti Panem eftir stríðið.

Í Hungurleikunum deyr karlkyns keppandinn fyrsta daginn og kvenkyns fyrstu nóttina. Í annarri bókinni deyja báðir keppendurnir frá umdæmi 8, Woof og Cecilia í fyrstu baráttunni.

Umdæmi 9 sérhæfir sig í korni og rekur margar verksmiðjur. Karlkyns keppandi umdæmis 9 er lýst með brún augu en ekki er tekið fram hvort um sé að ræða einkenni umdæmisins. Hann deyr eftir baráttu við Katniss um bakpoka með vistum af stungusári eftir Clove úr umdæmi 2.

Umdæmi 10 sérhæfir sig í búfénaði. Þegar Katniss kemur í umdæmi 13 hittir hún mann sem heitir Dalton sem er kúabóndi í umdæmi 10. Verkefnið hans er að koma frjóvguðum kúa fósturvísum fyrir til að passa upp á fjölbreytileika hjarðarinnar. Hann virkar kaldhæðinn og treystir ekki umdæmi 13.

Umdæmi 11 sérhæfir sig í landbúnaði. Það er staðsett í suðri og er mjög viðamikið. Fólkið býr í smáum kofum og herinn er mjög harður og áberandi á svæðinu. Almennt eru íbúarnir eru dökkir á hörund með brún augu. Íbúarnir hafa sérstaklega mikla þekkingu um jurtir.

Thresh og Rue eru keppendur umdæmis 11 í Hungurleikunum og spila veigamiklum hlutverkum þar. Rue var bandamaður Katniss og þær urðu mjög nánar á leikvanginum. Hún var góð í að hoppa milli trjáa en var drepin af Marvel úr umdæmi 1. Thesh var sterkur keppandi sem Katniss dáðist af vegna líkamlegs styrk hans, stolti og að hann neitaði að verða hluti af atvinnufórnunum. Thresh bjargaði lífi Katniss frá árás Clove sem hann drap með stein. Hann bjargaði Katniss vegna vináttu hennar við Rue. Það kemur ekki fram í bókinni hvernig hann deyr en það er gefið í skyn að Cato hafi drepið hann. Í myndinni er hann drepinn af stökkbreyttu úlfunum sem Kapítol sendi á keppendurna til að koma keppendunum saman til að neyða þá til að berjast. Keppendurnir frá umdæmi 13 í annarri bókinni eru Chaff og Seeder sem vita báðir af uppreisninni.

Umdæmi 12 sérhæfir sig í kolanámun. Katniss og Peeta eru keppendurnir frá Umdæmi 12 í Hungurleikunum. Umdæmið er við Appalachiafjöll og umdæmið sjálft er skipt í tvö svæði þar sem sitthvor stéttin hefur sitt eigið. Það er fátækrahverfi (the Seam) þar sem námuverkamennirnir búa með fjölskyldum sínum en verslunarmennirnir búa í bænum. Báðar stéttirnar hafa mismunandi útlitseinkenni en blandast almennt félagslega. Námuverkamennirnir eru dökkhærðir með grá augu og ólífu húð en verslunnarmanna fjölskyldurnar er venjuleg ljóshærðir með blá augu. Katniss er úr fátækrahverfinu en Peeta er sonur bakara. Það er óljós hvort stéttaskiptin sem þessi sé einnig í hinum umdæmunum.

Fyrir fyrstu byltinguna sérhæfði umdæmi 13 sig í kjarnorku og grafít námum. Í fyrstu byltingunni voru þau sterkasta aflið og tókst að taka stjórn á kjarnorkuvopnabúrinu. Sagt er að umdæmið hafi verið sprengt upp af Kapítalinu og notað sem dæmi um hvað Kapítalið myndi gera við þá sem myndu reyna að feta í þeirra fótspor. Síðar er gefið í skyn og svo staðfest að umdæmið hafi lifað af. Umdæmið er byggt nær eingöngu neðanjarðar eftir byltinguna og samkomulag náðist við Kapítalið að ef umdæmið fengi að vera í friði myndu þau ekki sprengja upp Kapítalið með kjarnorkuvopnum.

Umdæmi 13 er miðstöð seinni byltingarinnar. Lífstíllinn í umdæmi 13 er strangur þar sem öllum reglum verður að fylgja og allri neyslu skal gæta hófs. Forseti umdæmis 13 er Alma Coin sem ætlar að taka við Panem sem forseti.