Paolo Macchiarini (fæddur 22. ágúst 1958) er ítalskur skurðlæknir og vísindamaður. Hann hefur verið ásakaður um blekkingar í vísindagreinum. Macchiarini var áður talinn brautryðjandi varðandi stofnfrumurannsóknir og skurðaðgerðir þar sem plastbarki var græddur í sjúkling og tengdur frumuvef. Hann varð gestakennari við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi frá 2010. Macchiarini var ásakaður um misferli í vísindum og fyrir að hafa brotið siðareglur með því að framkvæma aðgerðir sem eru á tilraunastigi á sjúklingum sem voru tiltölulega heilbrigðir. Sjö af átta sjúklingum sem gengust undir barkaígræðslu hafa látist. [1] Macchiarini hefur haldið áfram tilraunum með stofnfrumur og plastígræðslur og var meðhöfundur 2018 á grein þar sem fjallað er um tilraun með ágrætt vélinda í bavíönum.[2]