Paolo Macchiarini

Paolo Macchiarini (fæddur 22. ágúst 1958) er ítalskur skurðlæknir og vísindamaður. Hann hefur verið ásakaður um blekkingar í vísindagreinum. Macchiarini var áður talinn brautryðjandi varðandi stofnfrumurannsóknir og skurðaðgerðir þar sem plastbarki var græddur í sjúkling og tengdur frumuvef. Hann varð gestakennari við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi frá 2010. Macchiarini var ásakaður um misferli í vísindum og fyrir að hafa brotið siðareglur með því að framkvæma aðgerðir sem eru á tilraunastigi á sjúklingum sem voru tiltölulega heilbrigðir. Sjö af átta sjúklingum sem gengust undir barkaígræðslu hafa látist. [1] Macchiarini hefur haldið áfram tilraunum með stofnfrumur og plastígræðslur og var meðhöfundur 2018 á grein þar sem fjallað er um tilraun með ágrætt vélinda í bavíönum.[2]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Blekkingarmeistarinn Paolo Macchiarini, Fréttablaðið, Tölublað (11.11.2017), Bls. 32
  2. Zhuravleva, Margarita; Gilazieva, Zarema; Grigoriev, Timofei E.; Shepelev, Alexey D.; Tenchurin, Timur Kh; Kamyshinsky, Roman; Krasheninnikov, Sergey V.; Orlov, Sergei; Caralogli, Gina (2019). „In vitro assessment of electrospun polyamide-6 scaffolds for esophageal tissue engineering“. Journal of Biomedical Materials Research Part B: Applied Biomaterials (enska). 107 (2): 253–268. doi:10.1002/jbm.b.34116. ISSN 1552-4981.