Papuacedrus papuana | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Papuacedrus papuana H.L.Li | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Papuacedrus papuana er tegund barrtrjáa í grátviðarætt (Cupressaceae), eina tegundin í ættkvíslinni Papuacedrus. Sumir grasafræðingar telja hana ekki í sérstakri ættkvísl, heldur telja hana innan Libocedrus. Hún er ættuð frá Nýju-Gíneu og indónesíska héraðinu Maluku.[2]
Hún er yfirleitt meðalstórt til stórt sígrænt tré, 16–50 m hátt (í mikilli hæð eingöngu runni að 3 m hár). Hreisturlaga barrið er í flötum sveipum, í gagnstæðum pörum til skiftis, 2–3 mm langt á fullvöxnum trjám og að 20 mm langt á yngri trjám. Könglarnir eru 1–2 sm langir, með fjórar köngulskeljar.[3]
Tegundin er með tvö afbrigði, sem er helst hægt að greina í sundur á ungstigsblöðum á ungum plöntum (barr á eldri trjám er næstum ekki hægt að greina í sundur):