Picea martinezii | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Picea martinezii T.F.Patt. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Picea chihuahuana var. martinezii (T.F. Patt.) Eckenwalder |
Picea martinezii[2][3], er meðalstórt sígrænt tré, að 25 til 35 metra hátt, með stofnþvermál að einum meter. Það er ættað frá norðaustur Mexíkó, þar sem það finnst á tvemur stöðum í Sierra Madre Oriental fjöllum í Nuevo León. Þar er það í 2150 til 2600 metra hæð, við ár og læki í fjalladölum, þar sem raki í jarðvegi er meiri en takmörkuð úrkoma gefur annars til kynna.
Börkurinn er þunnur og hreistróttur, flagnar af í smáum hringlalega plötum 5 til 10 sm í þvermáli. Krónan er keilulaga, með mjög gisinni greinabyggingu og drúpandi smágreinum. Sprotarnir eru gildir, föl gulbrúnir, hárlausir, og með áberandi nöbbum. Barrið er nálarlaga, 23 til 35 mm langt, þykkt, lítillega flatt í þversniði, skær glansandi grænt með óáberandi loftaugarákum; oddurinn er mjög beittur.
Könglarnir eru hangandi, breiðsívalir, 8 til 16 sm langir og 2 sm breiðir þegar eru lokaðir, verða 6 sm breiðir við opnun. Þeir eru með stífar, mjúkávalar köngulskeljar, 2 til 2.5 sm breiðar, grænar óþroskaðar og verða brúnar við þroska 6 til 8 mánuðum eftir frjóvgun. Fræin eru svört, með 12 til 16 mm löngum fölbrúnum væng.[4]
Picea martinezii fannst fyrst 1981, og er í útrýmingarhættu, með aðeins tvo smáa stofna, sem samanstanda af nokkur hundruð eintökum annarsvegar og rúmlega tugur hinsvegar. Steingerfingar sýna að það var útbreiddara áður, suður til mið Mexíkó. Það er náskylt Picea chihuahuana frá norðvestur Mexíkó, en er frábrugðið í lengra, grænu barri, og stærri og breiðari könglum með stærri hreisturblöðkum. Engar aðrar skyldar grenitegundir eru Norður Ameríku, Næstskyldustu tegundirnar eru í austur Asíu.[5]
Þetta er laglegt tré og er byrjað að rækta það sem prýðistré í grasagörðum, og sérstaklega á hlýjum svæðum þar sem það er hitaþolnast allra grenitrjáa. Það heitir eftir mexíkanska grasafræðingnum Maximino Martínez.