PinkPantheress | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Victoria Beverley Walker 18. apríl 2001 Bath, Somerset, England |
Uppruni | Kent, England |
Störf |
|
Ár virk | 2020–í dag |
Stefnur |
|
Útgáfufyrirtæki | |
Vefsíða | pantheress |
Victoria Beverley Walker (f. 18. apríl 2001),[1] þekkt undir nafninu PinkPantheress, er bresk söngkona og pródúsent. Lögin hennar er oft stutt og nýta hljóðbúta úr lögum frá tíunda og fyrsta áratugnum og spanna fjölda tónlistarstefna, meðal annars bedroom pop, drum and bass, alt-pop og 2-step garage.
Árið 2021, þegar hún gekk í háskóla í London, byrjaði hún að birta lögin sín inná samfélagsmiðlinum TikTok, meðal annars „Break It Off“, sem gekk eins og eldur í sinu. Í kjölfarið skrifaði hún undir samning hjá útgefendunum Parlophone og Elektra Records.[2] Lagið hennar „Boy's a liar Pt.2“ með Ice Spice náði sjötta sæti á vinsældarlista K100.[3]