Pinus cembroides | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Pinus cembroides í Sierra de Organos National Park, Sombrerete
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus cembroides Zucc. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Pinus cembroides er fura ættuð frá vesturhluta Norður-Ameríka. Hún vex á svæðum þar sem er lítil úrkoma og útbreiðsla hennar nær suður frá Arizona, Texas og Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum til Mexíkó. Hún vex yfirleitt í 1600 til 2400m hæð. Þetta er smávaxið tré, að 20 m hátt með stofnþvermál að 50 sm. Fræin eru stór og eru stór hluti fæðu krákunnar Aphelocoma wollweberi og íkornans Sciurus aberti. Þeim er einnig oft safnað til manneldis, og er algengasta furuhnetan í Mexíkó. Þetta er algeng fura með mikla útbreiðslu og International Union for Conservation of Nature hefur metið hana "least concern".
Hún er frá vestasta hluta Texas, Bandaríkjunum (er þar aðeins í Chisos og Davis Mountains), suður um megnið af Mexíkó, þar sem hún er víða á Sierra Madre Oriental og Sierra Madre Occidental fjallgörðunum, og sjaldnar í austur Eje Volcánico Transversal svæðinu.[1] Einnig er aðskilinn stofn í Sierra de la Laguna í suður Baja California Sur. Hún vex á svæðum með lítilli úrkomu, á milli 380 mm til 640 mm. Hún vex í takmarkaðri hæð, mest á milli 1600 m til 2400 m.
Tegundin (Pinus orizabensis) sem vex nokkuð sunnar í Veracruz var áður talin undirtegund hennar.
Pinus cembroides er lítið til meðalstóst tré, frá 8 m til 20m hátt, með að 50 sm stofnþvermál. Börkurinn er dökkbrúnn, þykkur og með djúpum sprungum neðst á stofni. Barrnálarnar eru ýmist 3 eða 4 saman í búnti, grannar, 3 til 6 sm langar, og föl gulgrænar, með loftaugun bæði á ytra og innra yfirborði nálanna.
Könglarnir eru hnattlaga, 3 til 4 sm langir og breiðir lokaðir, grænir í fyrstu, og og verða gulbrúnir við þroska eftir 18 til 20 mánuði, með fáar þykkar köngulskeljar, yfirleitt eru 5 til 12 frjóar (með fræ). Þegar könglarnir opnast við þroska verða þeir 4 til 5 sm breiðir, og haldast fræin á þeim eftir opnun.
Fræin eru 10 til 12 mm löng, með þykkri skel, bleikri fræhvítu, og vængstubb um 2 mm langan; þeim er dreift af fuglinum Aphelocoma wollweberi, sem tínir fræin úr opnum könglunum. Fuglinn geymir mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám. Íkorninn Sciurus aberti kýs fremur fræ af henni en af gulfuru.[2][3]
Pinus cembroides var nefnd af Zuccarini 1832. Margar furur í undirdeildinni Cembroides hafa verið taldar afbrigði eða undirtegundir hennar á mismunandi tímum, en rannsóknir síðustu 10 til 50 ára hafa sýnt að flestar þeirra eru sjálfstæðar tegundir. Sumir grasafræðingar telja P. johannis og P. orizabensis sem undirtegundir eða afbrigði hennar; fyrri heimilir um Pinus cembroides í suður Arizona og New Mexico eru í raun um P. johannis.
Pinus cembroides er lítið breytileg, er með sömu útlitseinkenni á mestöllu útbreiðslusvæðinu nema stofn á aðskildu svæði í Sierra de la Laguna í Baja California Sur; hann er yfirleitt talinn undirtegund, Pinus cembroides subsp. lagunae, en nokkrir grasafræðingar telja hann aðskilda tegund, P. lagunae. Hún aðskilur sig frá aðaltegundinni með lítið eitt lengra barri 4 til 7 sm og lengri og mjórri könglum, að 5,5 sm löngum.
Fræjunum er víða safnað til matar og sölu í Mexíkó, og eru megin furuhneturnar á svæðinu.