Pinus remota | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Pinus remota í Chihuahua-ríki nálægt "Big Bend" í Texas.
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus remota (Little) D. K. Bailey & F. G. Hawksworth |
Pinus remota, þekkt á ensku sem Texas pinyon eða papershell pinyon, er fura ættuð frá suðvestur Texas og norðaustur Mexíkó. Hún er helst greind frá öðrum hnetufurum (pinyon amerískar furur í undirdeildinni Cembroides) á fræjum með mjög þunnri skel, sem gerir hana mjög aðlaðandi sem fæðu fyrir innfædda. Spánski landkönnuðurinn Cabeza de Vaca nefndi að furuhnetur með þunnri skel væru mikilvæg fæða indíána 1536.
Pinus remota er smávaxið tré eða stór runni, 3 til 10 m há og með bol allt að 40 sm í þvermál. Börkurinn er þykkur, hrjúfur og hreistraður. Barrnálarnar eru 2 til 3 saman (yfirleitt 2), grannar, 3 til 5 sm langar, og daufgrágrænar, með loftaugum bæði á innri og ytri hlið. Könglarnir eru flatkúlulaga, 3 til 5 sm langir, breiðir og lokaðir, grænir í fyrstu en verða daufgulir við þroska 18 til 20 mánaða, með fáum, þunnum köngulskeljum, oftast með 5 til 12 fræjum.
Könglarnir opnast og verða 4 til 6 sm breiðir við þroska, og haldast fræin á köngulskeljunum. Fræin eru 10 til 12 mm löng með mjög þunnri skel, hvítum kjarna, og 1 til 2mm væng. Þeim er dreift af fuglinum Aphelocoma woodhouseii, sem tínir fræin úr opnum könglum. Fuglinn geymir mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og ef þau falla í frjóan jarðveg geta þau orðið að nýjum trjám.
Pinus remota var talin til Pinus cembroides, og fyrst aðgreind 1966 þegar bandaríski grasafræðingurinn Elbert L. Little tók eftir að skeljar sumra furanna í Texas væru umtalsvert þynnri en á öðrum. Hann taldi þær vera afbrigði af P. cembroides, Pinus cembroides var. remota. Síðari rannsóknir hafa sýnt fram á fleiri einkenni til aðgreiningar og er hún nú talin sjálfsstæð tegund, líklega mun skyldari P. edulis sem einnig er með þunna fræskel og barrnálar, yfirleitt tvær saman í búnti.
Útbreiðslan er í Vestur-Texas í Bandaríkunum, á suðurjaðri Edwards Plateau og hæðunum á milli Fort Stockton og Presidio og í Norðaustur-Mexíkó, aðallega í Coahuila en einnig aðeins í Chihuahua og Nuevo León. Tegundin finnst í lítilli til hóflegrar hæðar yfir sjó, frá 450–700 m á Edwards Plateau og frá 1200–1800 m í afgangnum af búsvæðinu. Hún er sjaldséð, í smáum og dreifðum stofnum yfirleitt á þurrum og klettóttum stöðum og giljum þar sem berir klettar draga úr hættu á skógareldum.
Ætum fræjum er stundum safnað eins og á öðrum hnetufurum og seldar sem furuhnetur. Hinsvegar veldur búsvæðið því að uppskeran óregluleg og misjöfn sem dregur úr verðmætinu. Henni er stundum plantað sem skrauttré, þar sem mikið þurrkþol gerir hana sérstaklega verðmæta.