Pinus tecunumanii | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus tecunumanii F.Schwerdtf. ex Eguiluz & J.P.Perry | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Pinus patula subsp. tecunumanii (Eguiluz & J. P. Perry) Styles
|
Pinus tecunumanii[2] er stórvaxin trjátegund ættuð frá Mexíkó og Mið-Ameríku.[3] Hún vex á hálendi í Chiapas og Oaxaca yfir í Gvatemala, Belís, El Salvador, Hondúras til norðvestur Níkaragva (17° til 14° N). Hún er í tvemur aðskildum stofnum á útbreiðslusvæðinu. Hálendisstofninn vex í 1500–2900 m hæð og láglendisstofninn í 500–1500 m.
Hún verður 50 til 55 m há og 120 til 140 sm í þvermál.[4] Hún hefur verið ræktuð á nokkrum heittempruðum svæðum til framleiðslu á pappírsmassa. Ræktunartilraunir hafa sýnt að hálendisstofninn er afkastamestur. Tegundin vex vel í Kólumbía, Venesúela, Brasilíu og Suður-Afríku.
Áður flokkuð sem undirtegund af Pinus patula, en DNA greining hefur sýnt að þetta er aðskilin tegund sem er í raun skyldari Pinus oocarpa. Fræðiheitið er til heiðurs Tecun Uman, innfædds höfðingja (í þar sem nú er Gvatemala) sem barðist á móti spánskum konquistadorum.[5]