Pomacea er ættkvísl ferskvatnssnigla með tálkn og skelloku í eplasniglaætt (Ampullariidae). Ættkvíslin er frá Ameríku – útbreiðsla flestra tegunda ættkvíslarinnar takmarkast við Suður-Ameríku. Í fiskabúrarækt kallast þeir stundum Pomacea eða ranglega Ampullarius.
Sumar tegundirnar hafa slæðst út frá ræktun og eru taldir ágengar tegundir. Vegna þess hefur innflutningur verið takmarkaður til sumra svæða (þar á meðal Bandaríkjanna) og eru alveg bannaðir á öðrum (þar á meðal ESB).[2]
Vegna hættu á að þeir skasði vatna og mýragróður í náttúrunni hefur Evrópusambandið bannað allann innflutning á sniglum af ættinni Ampullariidae, þar með talin ættkvíslin Pomacea.[2]
↑Cazzaniga, N. J. (2002). „Old species and new concepts in the taxonomy of Pomacea (Gastropoda: Ampullariidae)“. Biocell. 26 (1): 71–81. PMID12058383. PDF
↑Hayes K. A., Cowie R. H., Thiengo S. C. & Strong E. E. (2012). "Comparing apples with apples: clarifying the identities of two highly invasive Neotropical Ampullariidae (Caenogastropoda)". Zoological Journal of the Linnean Society166(4): 723-753. {{doi:10.1111/j.1096-3642.2012.00867.x}}.
↑Vázquez A. A. & Perera S. (2010). "Endemic Freshwater molluscs of Cuba and their conservation status". Tropical Conservation Science3(2): 190-199. HTM, PDF.