Purple Giraffe

Purple Giraffe eða Fjólublár gíraffi er annar þátturinn í fyrstu þáttaröð gamanþáttanna How I Met Your Mother. Hann var fyrst sýndur 26. september 2005. „Pilot“ var á undan en næsti þáttur á eftir er „Sweet Taste of Liberty“.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa sagt Robin að hann elskaði hana breytir Ted aðferðum sínum og ákveður að hafa ekkert samband við Robin til þess að láta alla halda að hann elski hana ekki lengur. En þegar hann kemst að því hjá MarshallLily hefur hitt Robin eftir að hafa þekkt hana úr fréttunum og að Robin hafi sagt Lily að hún hefði enn áhuga á Ted ákveður hann að hann sé enn ástfanginn af henni. Þar sem Robin vill ekki alvarlegt samband reynir Ted að sannfæra hana um að hann sé casual/hversdagslegur.

Hann fer og hittir hana á tökustað, þar sem hún er að flytja fréttir af því að krakki er fastur inni í vél eftir að hafa reynt að ná fjólubláum gíraffa, og segir henni að hann sé að fara að halda partý. Hann heldur sama partýið þrjú kvöld í röð þegar hún segir að hún komist ekki og kemst aðeins þegar Ted heldur partýið í þriðja skipti.

Robin kemst að lokum að því (þegar Mashall spingur yfir því að Ted sé alltaf að bíða eftir henni) að Ted hafi haldið partýin fyrir hana. Ted lýgur því og segist hafa haldið partýin til þess að hún gæti hitt annan gaur. En eftir stutta stund, þegar Robin fer upp á þakið, ákveður Ted að hann verði að tala við hana og játa ást sína og reyna að vinna hrifningu hennar.

Á þakinu ákveða þau að þau vilji mismunandi hluti og þar sem Robin er ný í bænum, samþykkir Ted að vera vinur hennar og þau fara á barinn. Robin segir Ted að hún vilji hjálpa honum að finna hina einu réttu.

Lily er svo hamingjusöm að vera trúlofuð og er mjög ánægð með hringinn sinn og leiðir það til meiri löngunar í kynlíf og það heldur Marshall mjög uppteknum. Þetta veldur Marshall vandræðum þar sem hann á að skila 25 blaðsíðna ritgerð fyrir tíma í lögfræðinni. Marshall verður mjög reiður þegar einhverjir í partýinu nota lögfræðibókina hans sem glasamottu en drekkur tvo bjóra með öllum á barnum, sem eykur sjálfstraustið hans og hann endar á því að fá mjög góða einkunn fyrir ritgerðina, sérstaklega þar sem hann skrifaði 25 blaðsíðurnar nóttina áður en hann átti að skila.

Barney á í sambandsvandræðum. Hann hittir stelpu í partýinu sem þekkir engan þar og leggur til að Ted eyði nóttinni með henni. Ted afþakkar boðið og Barney ákveður að taka tilboðinu í staðinn. Barney til mikilla leiðinda kemur konan í partýið dagana á eftir og vill eiga í ástarsambandi við Barney. Hann ákveður að besta leiðin til að losna við hana sé að segja henni „Ég held að ég elski þig“, alveg eins og Ted gerði við Robin. Hún kemur líka í þriðja partýið á sunnudagskvöldinu þar sem Barney kemst að því að hún er með gaurnum sem Ted ætlaði að láta Robin hitta.