Páll Guðmundsson

Páll á Húsafelli spilar á steinhörpu
Steinskúlpúr eftir Pál Guðmundsson

Páll Guðmundsson (fæddur 1959) er íslenskur listamaður, myndhöggvari og hljóðfærasmiður. Hann er fæddur og uppalinn á Húsafelli og býr þar. Páll er þekktur fyrir hljóðfærasmíð sína en hann smíðar steinhörpu og höggmyndir úr steinum.

Páll stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-1981 og síðar nám við Listaháskólann í Köln.