Páskakrókus (Crocus biflorus)[1] er blómplanta af ættkvísl krókusa, ættaður frá suðaustur Evrópu og suðvestur Asíu, þar á meðal Ítalíu, Balkanskaga, Úkraínu, Tyrklandi, Kákasus, Íran og Írak.[2]
Hann er fjölæringur með hnýði sem verður 6 sm hár og breiður. Þetta er mjög breytileg tegund, með blóm í litbrigðum af föl fjólubláu yfir í hvítt, oft með dekkri rendur utan á krónublöðunum. Blómin birtast snemma að vori.[3]
Samkvæmt flokkun Brian Mathew 1982, var C. biflorus í seríunni Biflori í deildinni Nudiscapus innan krókusættkvíslarinnar. Hinsvegar virðast nútíma DNA greiningar gera vafasamt hvort serían Biflori geti verið skilin frá Reticulati og Speciosi seríunum.[4] Að minnsta kosti 21 undirtegund af páskakrókus hefur verið nefnd; að auki hefur fjöldi afbrigða verið ræktaður í görðum.
↑Brian Mathew, Gitte Petersen & Ole Seberg, A reassessment of Crocus based on molecular analysis, The Plantsman (N.S.) Vol 8, Part 1, pp50–57, March 2009