Pétur Marteinsson er íslenskur fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann hóf meistaraflokksferilinn í Fram 1991 og gekk síðan í raðir Leifturs og spilaði með þeim frá 1992-1993 og gekk síðan aftur í raðir Fram, en var svo var keyptur til Hammarby í Svíþjóð og síðan keyptur til norska liðsins Stabæk. Árið 2001 gekk hann til liðs við liðið Stoke á Bretlandi þar til ársins 2003 er hann gekk aftur til liðs við Hammarby og lék með þeim til 2006 er hann gekk til liðs við KR. Systir hans er Margrét Marteinsdóttir blaðakona og faðir hans Marteinn Geirsson sem líka var í fótbolta og lék 67 leiki með landsliðinu og skoraði í þeim 8 mörk.