Ralstonia | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir[1] | ||||||||||||
Ralstonia basilensis Steinle et al. 1999 |
Ralstonia er ættkvísl baktería innan ættar Burkholderiaceae. Meðlimir ættkvíslarinnar eru staflaga og Gram-neikvæðir. Sumar tegundir eru kvikar og hafa þá ýmist staka, endastæða svipu eða kringstæðar svipur. Þær eru loftháðar og þarfnast því súrefnis til vaxtar og nota það sem loka-rafeindaþega í öndun. Undantekning er þó tegundin Ralstonia eutropha, sem er valháð loftfælin og getur með nítratöndun þrifist án súrefnis. Ættkvíslin er nefnd til heiðurs bandaríska örverufræðingnum Ericka Ralston.[2]