Rascal Flatts | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Columbus, Ohio, BNA |
Ár | 1999–2021 |
Stefnur | Kántrí · kántrí popp |
Útgáfufyrirtæki | Lyric Street · Big Machine |
Fyrri meðlimir | Gary LeVox Jay DeMarcus Joe Don Rooney |
Vefsíða | rascalflatts |
Rascal Flatts var bandarísk kántríhljómsveit frá Columbus, Ohio. Hún var stofnuð árið 1999 og samanstóð af þrem meðlimum, Gary LeVox (söngur), Jay DeMarcus (bassi, söngur) og Joe Don Rooney (gítar, söngur). Fyrsta platan þeirra var gefin út árið 2000. Þeir eru einnig þekktir fyrir vinsæla ábreiðu af laginu „Life Is a Highway“ sem var gerð fyrir teiknimyndina Bílar (2006). Hljómsveitin var leyst upp í október 2021.