![]() |
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Rjómabú er mjólkurvinnslufyrirtæki sem voru um tíma algeng og eru fyrirrennarar mjólkurbúa nútímans. Mörg rjómabú voru starfandi á Íslandi frá 1900 og fram að fyrri heimsstyrjöldinni og seldu þau smjör sem selt var innanlands eða flutt erlendis. Fyrsta rjómabúið tók til starfa árið 1900 en það Áslækjarbúið í Hrunamannahreppi. Árið 1901 voru 3 ný bú stofnuð; árið 1902 stofnuð 5 ný bú; árið 1903 aftur stofnuð 5 ný, og árin 1904 og 1905 stofnuð 10 ný bú, hvort árið, svo við árslok 1905 voru rjómabúin orðin 34. Flest voru rjómabúin í Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Veitt voru lán á hagstæðum kjörum úr Viðlagasjóði til stofnunar rjóma- og ostabúa. Mjólkurskóli var stofnaður á Hvanneyri haustið 1900 og starfaði hann til ársins 1918, lengst af á Hvítárvöllum. Mjólkurskólinn var eingöngu ætlaður konum og voru það konur sem unnu á rjómabúunum.
Upphaf rjómabúa á Íslandi má rekja til þess að sumarið 1900 gerðu 5 bændur í Hrunamannahreppi félag með sér og fluttu nýmjólkina saman á einn stað (að SyðraSeli), skildu hana þar í stórri skilvindu, fluttu undanrennu og áir aftur heim til sín, en létu strokka smjör úr rjómanum. Strokkað var með handafli. Smjörið var selt til útflutnings.
Félagið var stofnað af 16 bændum og tók til starfa sumarið 1902
Rjómabúið var stofnað vorið 1902 af 24 mönnum, 13 úr Ásahreppi, 8 úr Holtahreppi og 3 Rangvellingum. Byggt var hús fyrir búið sunnarlega í Holtahreppi við Rauðalækinn og notað vatnsafl.
Rjómabúið var stofnað vorið 1903 af 31 félagsmönnum. Búið framleiddi mest á dag 140 pd. af smjöri.