Roderick Chisholm

Roderick M. Chisholm
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1916Seekonk í Massachusetts í Bandaríkjunum)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverkTheory of Knowledge; Person and Object
Helstu kenningarTheory of Knowledge; Person and Object
Helstu viðfangsefniHugspeki, þekkingarfræði

Roderick M. Chisholm (fæddur 1916 í Seekonk í Massachusetts, dáinn 1999 í Providence, Rhode Island) var bandarískur heimspekingur sem er einkum þekktur fyrir verk sitt í þekkingarfræði, frumspeki, um frjálsan vilja og heimspeki skynjunar. Hann lauk Ph.D. gráðu við Harvard-háskóla undir leiðsögn Clarence Irving Lewis og kenndi við Brown University.

Fyrsta stóra rit Chisholms var kennslubók um þekkingarfræði sem nefndist Theory of Knowledge. Meginverk hans var Person and Object (titill bókarinnar vísar til rits W.V.O. Quines Word and Object).

Chisholm var a frumspekilegur hluthyggjumaður undir áhrifum frá Platoni og rökhyggjumaður í hefð G.E. Moore og Franz Brentano. Hann andmælti árásum Quines á hluthyggjuna, atferlishyggju hans og afstæðishyggju. Chisholm varði möguleikann á raunþekkingu með því að höfða til a priori lögmála í þekkingarfræði en af því leiddi að í flestum tilfellum er skynsamlegra að treysta á skilningarvit sín og minni heldur en að vantreysta þeim. Hann varði einnig möguleikann á inntaksmikilli sjálfsþekkingu og hluthyggju í siðfræði ekki ósvipaða þeirri sem W.D. Ross hélt fram. Meðal annarra bóka Chisholms eru The Problem of the Criterion, Perception og A Realist Theory of the Categories en sennilega eru fjölmörgar tímaritsgreinar hans betur þekktar en nokkur bóka hans.

Chisholm þáði oft innblástur frá sögu heimspekinnar og vísaði oft í ritverk fornaldarheimspekinga, miðaldaheimspekinga, nýaldarheimspekinga og jafnvel meginlandsheimspekinga (enda þótt stundum hafi hann verið gagnrýndur fyrir efnistök sín). Eigi að síður bar hann gríðarmikla virðingu fyrir sögu heimspekinnar þvert gegn ríkri tilhneigingu bandarískra heimspekinga til þess. Chisholm þýddi nokkur verka Brentanos og Husserls og lagði nokkuð að mörkum til endurreisnar hlutafræðinnar á 8. áratug 20. aldar.

Chisholm hafði mikil áhrif á marga af nemendum sínum, þ.á m. Richard Taylor, Jaegwon Kim, Keith Lehrer, R. C. Sleigh, Ernest Sosa, Fred Feldman, Terence Penelhum og Dean Zimmerman.

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Roderick Chisholm“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. mars 2006.
  • Hahn, L. E. (ritstj.), The Philosophy of Roderick Chisholm (The Library of Living Philosophers) (Open Court, 1997).