Rolls Series, opinber titill: The Chronicles and Memorials of Great Britain and Ireland during the Middle Ages, er mikið safn frumheimilda og fornra sagnfræðirita um sögu Bretlandseyja og Írlands. Þessi rit voru gefin út á seinni helmingi 19. aldar, nánar tiltekið 1858–1896. Alls eru í ritröðinni 99 verk, sem fylla 255 bindi.
Nokkur íslensk rit komu út í þessari ritröð. Öll snerta þau á einhvern hátt sögu Bretlandseyja.
- 65. Thomas a Becket. Thomas Saga Erkibyskups. A life of Archbishop Thomas Becket, in Icelandic, with English translation, Notes and Glossary. — Útgefandi: Eiríkur Magnússon. 2 bindi. London 1875–1883.
- 88. Icelandic Sagas and other Historical Documents relating to the Settlements and Descents of the Northmen of the British Isles. — Útgefandi: Guðbrandur Vigfússon (1.– 2. bindi), með enskri þýðingu eftir George Webbe Dasent (3.– 4. bindi). Alls 4 bindi. London 1887–1894. Bækurnar voru ljósprentaðar 1964 (Kraus Reprint).