Ron Lewin

Ron Lewin
Upplýsingar
Fullt nafn Denis Ronald Lewin
Fæðingardagur 21. júní 1920
Fæðingarstaður    Edmonton, Englandi
Dánardagur    24. september 1985
Dánarstaður    England
Leikstaða Varnarmaður
Yngriflokkaferill
1936–1939 Enfield
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1946–1950 Fulham 41 (0)
1950–1955 Gillingham 201 (1)
1955–? Chatham Town ()
Þjálfaraferill
1956–1957
1962–1963
1963
1968–1969
Noregur
Cheltenham Town
Wellington Town
Walsall

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Denis Ronald „Ron“ Lewin (f. 1920, d. 1985) er enskur fyrrum atvinnumaður og þjálfari í knattspyrnu. Hann lék 191 deildarleiki m.a. með liðunum Fulham og Chesterfield á Englandi. Sem þjálfari hefur hann m.a. þjálfað norska landsliðið, Cheltenham, Newcastle, Everton, Walsall. Lewin þjálfaði auk þess KR og Þrótt Reykjavík. Auk þess hefur hann komið að þjálfun í Hollandi og Kuwait.

Þjálfun á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Lewin kom fyrst að þjálfun á Íslandi þegar hann aðstoði KR árið 1967. Lewin þjálfaði svo KR-inga keppnistímabilið 1976. Árið 1980 var hann ráðinn til Þróttar. Skap hans komst þá stundum í fréttir eins og þegar Morgunblaðið vitnaði í Lewin í fyrirsögn um leik Þróttar og Breiðabliks 29. júlí 1980. Málstilvik voru þau að Harry Hill, leikmaður Þróttar, klappaði Helga Bendtsson eftir návígi þeirra í leiknum. Mun Lewin þá hafa sagt: Ekki klappa honum, sparkaði í hann. Var það mat blaðamanns að lið Þróttar kæmi ekki til með að vinna leiki, meðan þjálfari liðsins leggði meiri áherslu á að sparka í andstæðinga liðsins fremur en boltann.