Rosengård

Íbúðarblokkir í Rosengård

Rosengård var borgarhluti í Malmö í Svíþjóð. Þann 1. júlí 2013 var hann sameinaður Husie í nýjan borgarhluta sem heitir Öster. Árið 2012 voru íbúar Rosengård 23.563 en flatarmál borgarhlutans var 332 hektarar. Margir innflytjendur hafa sest að í Rosengård: árið 2008 voru 86% íbúa af erlendum uppuna.

Árið 2008 brutust óeirðir út í Rosengård þar sem unglingar og lögreglan tókust á. Kveikt var í bílum, vögnum, söluturnum, endurvinnslustöðvum og hjólagrindum. Aðdragandi óeirðanna var lokun húsnæðis sem notað hafði verið undir starfsemi mosku. Óeirðirnar voru meðal þeirra ofbeldisfyllstu sem þekkst hefur í Svíþjóð. Óeirðunum lauk þegar lögreglulið frá Gautaborg og Stokkhólmi voru send á vettvanginn.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Svíþjóð er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.