Royal Yachting Association eða Konunglega breska siglingasambandið er félag sem hefur yfirumsjón með siglingaíþróttum í Bretlandi. Félagið kemur að umhverfi eftirfarandi íþróttagreina:
Félagið var stofnað árið 1875 og hét þá Yacht Racing Association. Meginhlutverk félagsins var að búa til viðmið fyrir forgjöf svo ólíkir bátar gætu keppt sín á milli. Niðurstaðan úr því var hin svokallaða Portsmouthtala (PY) sem nú er aðallega notuð sem forgjöf í kænukeppnum.
Félagið hóf vinnu við að setja upp þjálfunarkerfi fyrir siglingar árið 1967 niðurstaðan úr því voru Yachtmasterprófin, en þau eru lögð fyrir af aðilum sem félagið vottar. Félagið hefur líka gefið út námsefni í siglingum.
Þrjú kennsluhefti frá RYA hafa verið gefin út af Siglingasambandi Íslands 2006 og 2008; Byrjaðu að sigla, Sigldu betur og Siglingabókin mín.