Rósagrýta | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Claytonia sibirica L. |
Rósagrýta (fræðiheiti; Claytonia sibirica[1]) er jurt sem er ættuð frá svæðinu milli Rússnesku Aleut-eyja yfir að Alaska, suður til Santa Cruz fjalla. Montia sibirica er algengt samheiti yfir rósagrýtu. Tegundin var flutt tl Bretlandseyja á 18. öld þar sem hún er orðin mjög útbreidd.[2]
Rósagrýta vex á Íslandi sem slæðingur umhverfis Seyðisfjörð, þar sem hún hefur verið ræktuð í görðum og dreifst þaðan út.[3]
Hún vex í rökum skógum. Þetta er langlífur fjölæringur, tvíær eða jafnvel einær með tvíkynja blómum. Fjöldi þykkra og safaríkra stöngla koma upp af rótinni. Stofnblöðin eru langstilkuð, tígul til egglaga, en á blómstönglunum eru blöðin stilklaus. Blómin eru 8–20 mm í þvermál, með fimm hvítum eða bleikum krónublöðum með rauðum æðum[4].
Litningatalan er 2n = 12, 18, 24 eða 30.[5]
Inúítar, indíánar og gullgrafarar í Alaska og Aleut-eyjum nota blöðin ýmist hrá eða soðin eins og flestar tegundirnar í ættkvíslinni.[6]