Sabrina Lloyd

Sabrina Lloyd
FæddSabrina Lloyd
20. nóvember 1970 (1970-11-20) (54 ára)
Ár virk1988 -
Helstu hlutverk
Wade Welles í Sliders
Natalie Hurley í Sports Night
Terry Lake í Numb3rs

Sabrina Lloyd (fædd, 20. nóvember 1970) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Sliders, Sports Night og Numb3rs.

Lloyd er fædd í Fairfax í Virginíu en er alin upp í Eustis á Flórída. Hún byrjaði að leika tólf ára í uppfærslunni af Annie sem Pepper og kom hún síðan fram í hverfisleikhúsum á borð við: Baystreet Players í Eustis og Ice House Theater í Mt. Dora. Þegar Lloyd var fimmtán ára þá fór hún sem skiptinemi til Brisbane í Ástralíu þar sem hún bjó í ár. Þar fékk hún leiklistarþjálfun við Brisbane Royal Theatre Company. Lloyd fluttist til New York þegar hún var átján ára til að koma sér áfram sem leikkona.

Fyrsta hlutverk Lloyd var í sjónvarpsþættinu Superboy árið 1988. Síðan þá hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Law and Order og Ed. Árið 1995 þá var Lloyd boðið hlutverk í Sliders sem Wade Welles sem hún lék til ársins 1999. Síðan árið 1998 þá var henni boðið hlutverk í Sports Night sem Natalie Hurley sem hún lék til ársins 2000. Lloyd lék FBI atferlisfræðinginn Terry Lake í fyrstu þáttaröðinni af Numb3rs. Hefur Lloyd komið fram í kvikmyndum á borð við: That Night, On Edge, Something for Henry, The Girl from Monday og Universal Signs.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1992 Chain of Desire Melissa
1992 That Night Jeanette
1993 Father Hood Kelly Charles
1998 Live Free and Die ónefnt hlutverk
2001 On Edge Becky Brooks
2001 Wanderlust Amanda
2003 Dopamine Sarah McCaulley
2004 Something for Henry Anna
2004 Melinda and Melinda ónefnt hlutverk óskráð á lista
2004 The Breakup Artist Kara
2005 The Girl from Monday Cecile
2005 Charlie´s Party Sarah
2006 The Last Request Cathy
2007 Racing Daylight Vicky Palmer/Helly
2008 Universal Signs Mary
2010 Hello Lonesome Debby
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1988 Superboy Betsy Þáttur: Bringing Down the House
1989 Molly Still the Beaver Þáttur: Shortcuts
1992 Law and Order Kate ´Katie´ Silver Þáttur: Intolerance
1993 CBS Schoolbreak Special Sarah Thompson Þáttur: Love Off Limits
1994 Lifestories: Families in Crisis Heidi Leiter Þáttur: More Than Friends: The Coming Out of Heidi Leiter
1995-1999 Sliders Wade Welles 48 þættir
1998-2000 Sports Night Natalie Hurley 45 þættir
2000 Madigan Men Wendy Lipton 5 þættir
2002 Couples Annie Sjónvarpsmynd
2003 Ed Frankie Hector 11 þættir
2004 DeMarco Affairs Jessica DeMarco Sjónvarpsmynd
2004 My Sexiest Mistake Amy Sjónvarpsmynd
2005 Numb3rs Terry Lake 13 þættir
2008 Wainy Days Molly Þáttur: Molly

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Screen Actors Guild Awards

  • 2000: Tilnefning fyrir besta leikhóp í grínseríu fyrir Sports Night

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]