Saemangeum er sjávarleirur og árósar á strönd Gulahafs í Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Suður-Kóreu lét reisa 33 km langan sjávargarð og breytti svæðinu fyrir innan í landfyllingu sem svo er áformað að nota fyrir iðnað eða landbúnað. Ströndin sem var innan þessarar landfyllingar var yfir 100 km löng. Byrjað var að reisa sjávargarðinn árið 1991 en byggingu hans lauk árið 2006. Stærð landfyllingarsvæðisins er um 400 ferkílómetrar. Um miðbik Saemangeum eru fyrrum árósar ánna Dongjin and Mangyeong og fyrir sunnan eru árósar Geum árinnar. Saemangeum landfyllingin er ein af stærstu landfyllingum í sögunni. Saemangeum sjávargarðurinn sem er 33.9 km var árið 2010 stærsti sjávarvarnargarður í heimi.
Stranglengjan og árósarnir sem hurfu við byggingu Saemangeum sjávarvarnagarðsins voru mikilvægt búsvæði margra fugla og viðkomustaður farfugla. Talið er að bygging sjávarvarnargarðsins hafi haft veruleg neikvæð áhrif á margar fuglategundir og lífríki á landuppfyllingarsvæðinu. [1]
Alþjóðlega skátamótið Jamboree skátamótið (25th World Scout Jamboree) var í ágúst 2023 haldið á Saemangeum uppfyllingasvæðinu.