Samherji

Samherji hf.
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1972
Staðsetning Glerárgötu 30, 600 Akureyri, Íslandi
Lykilpersónur Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri
Eiríkur S. Jóhannsson(en) stjórnarformaður
Starfsemi Sjávarútvegsfélag
Vefsíða samherji.is
Vilhelm Þorsteinsson EA 11, nýtt skip Samherja til uppsjávarveiða.

Samherji hf. er íslenskt sjávarútvegsfélag. Samherji er eitt af umfangsmestu fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi og byggir rekstur sinn meðal annars á „sjófrystingu, landvinnslu á bolfiski, fiskeldi og markaðs- og sölustarfsemi“.[1] Árið 2019 átti Samherji 6,8% af aflahlutdeild í íslenskri útgerð samkvæmt kvótakerfinu; næstmest íslenskra útgerðarfyrirtækja á eftir HB Granda.[2] Í gegnum eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni og fleiri smærri félögum á félagið alls um 16 prósent af fiskveiðikvóta landsins.[3]

Fjórir aðaleigendur Samherja, þau Þorsteinn Már Baldvinsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, framseldu börnum sínum meirihluta af hlutabréfum sínum í fyrirtækinu í maí 2020.[4]

Samherjaskjölin

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 12. nóvember árið 2019 birti WikiLeaks þúsundir gagna og tölvupósta frá starfsmönnum Samherja sem gáfu til kynna að fyrirtækið hefði greitt milljónir króna í mútufé til stjórnmálamanna og embættismanna í Namibíu í skiptum fyrir aðgang að fiskveiðikvóta á miðum Namibíu.[5] Sama dag staðhæfði Jóhannes Stefánsson, fyrrum starfsmaður Samherja í Namibíu, í viðtali í þættinum Kveiki á Ríkisútvarpinu, að formaður og stærsti hluthafi fyrirtækisins, Þorsteinn Már Baldvinsson, hefði skipað mútugreiðslurnar.[6] Þann 13. nóvember sögðu sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra Namibíu, Bernhardt Esau og Sacky Shanghala, af sér vegna tengsla þeirra við málið.[7] Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins þegar innri rannsókn hófst á ætluðum brotum þess og Björgólfur Jóhannsson(en) tók við til bráðabirgða.[8] 27. mars 2020 tók Þorsteinn Már aftur við sem forstjóri[9] og Björgólfur lét af störfum þann 12. febrúar 2021.[10]

Eftir að Samherjaskjölin voru birt gaf Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem Jóhannes Stefánsson var sakaður um að standa á bak við mútugreiðslurnar og staðhæft var að aðrir stjórnendur félagsins hefðu ekki vitað af þeim.[11] Jóhannes viðurkenndi að hafa átt þátt í mútugreiðslunum[12] en frekari gögn hafa leitt í ljós að hann stýrði aldrei bankareikningum Samherja á Kýpur, þar sem greiðslurnar fóru í gegn, og að hinar meintu mútugreiðslur héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti störfum hjá fyrirtækinu.[13]

Frá því að fjölmiðlar byrjuðu að fjalla um málefni Samherja í Namibíu árið 2019 hefur fyrirtækið haldið uppi sérstöku teymi, svokallaðri „skæruliðadeild“, með það að markmiði að koma óorði á blaðamenn sem skrifuðu um Namibíumálið. Meðal annars hefur deildin skrifað og ritstýrt skoðanapistlum og færslum á samfélagsmiðlum sem síðan hafa verið birt undir nafni skipstjóra hjá fyrirtækinu til þess að gefa þá ásýnd að sjálfssprotin grasrótarhreyfing sé á móti fréttaflutningnum.[14] Þá hefur deildin rannsakað persónuhagi annarra gagnrýnenda fyrirtækisins, til að mynda rithöfundarins Hallgríms Helgasonar, í leit að upplýsingum til að draga úr trúverðugleika þeirra,[15] og reynt að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands.[16]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Fyrirtækið“. Samherji. Sótt 13. nóvember 2019.
  2. „Aflahlutdeild stærstu útgerða“. Fiskistofa. 12. apríl 2019. Sótt 17. desember 2019.
  3. Steindór Grétar Jónsson (23. nóvember 2019). „Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim“. Stundin. Sótt 17. desember 2019.
  4. Kristín Ólafsdóttir (15. maí 2020). „Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum“. Vísir. Sótt 5. janúar 2021.
  5. Helgi Seljan; Aðalsteinn Kjartansson; Stefán Aðalsteinn Drengsson. „Það sem Samherji hafði að fela“. RÚV. Sótt 13. nóvember 2019.
  6. Ingi Freyr Vilhjálmsson (12. nóvember 2019). „Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu“. Stundin. Sótt 13. nóvember 2019.
  7. Steindór Grétar Jónsson (13. nóvember 2019). „Namibísku ráðherrarnir segja af sér“. Stundin. Sótt 13. nóvember 2019.
  8. Þórður Snær Júlíusson (14. nóvember 2019). „Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja“. Kjarninn. Sótt 14. nóvember 2019.
  9. kristins (27. mars 2020). „Þorsteinn Már forstjóri Samherja á ný“. RÚV (enska). Sótt 28. mars 2020.
  10. Atli Ísleifsson (12. febrúar 2021). „Björg­ólfur hættur og Þor­steinn Már aftur einn for­stjóri“. Vísir. Sótt 12. febrúar 2021.
  11. Birgir Olgeirsson (12. nóvember 2019). „Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann“. Vísir.is. Sótt 13. nóvember 2019.
  12. „Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela“. Kjarninn. 12. nóvember 2019. Sótt 13. nóvember 2019.
  13. Ingi Freyr Vilhjálmsson (13. nóvember 2019). „Félög Samherja á Kýpur greiddu 280 milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti“. Stundin. Sótt 13. nóvember 2019.
  14. Aðalsteinn Kjartansson (21. maí 2021). „Tannhjólin í áróðursvél Samherja“. Stundin. Sótt 22. maí 2021.
  15. Arnar Þór Ingólfsson (22. maí 2021). „„Hallgrímur Helgason rithöfundur er ekki skráður eigandi Teslu". Kjarninn. Sótt 22. maí 2021.
  16. „Samherji hafi reynt að hafa áhrif á formannskjör BÍ“. mbl.is. 22. maí 2021. Sótt 22. maí 2021.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.