Sandra Laugier | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 1961 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | rökgreiningarheimspeki |
Helstu viðfangsefni | málspeki, siðfræði, athafnafræði, vísindaheimspeki |
Sandra Laugier (1961) er franskur heimspekingur sem fæst einkum við málspeki, athafnafræði, siðfræði og vísindaheimspeki. Hún er prófessor við Háskólann í Picardie Jules Verne í Amiens í Frakklandi. Hún hefur kynnt frönskum lesendum bandaríska heimspeki, til dæmis höfunda á borð við Emerson og Thoreau en ekki síst Stanley Cavell.