Shelby-sýsla gegn Holder

Shelby-sýsla gegn Holder er dómur sem féll í Hæstarétti Bandaríkjanna árið 2013 og hafði mikil áhrif á löggjöf um kosningarétt og framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum.[1][2] Mál þetta snerist um stjórnarskrárlegt gildi tiltekinna ákvæða í löggjöf frá 1965 um jafnan kosningarétt (e. The voting rights act) sem setti strangar reglur um eftirlit Alríkisins með kosningalöggjög í ríkjum Bandaríkjanna og var beint að svæðum þar sem sögulega hafði verið mikið um misrétti í kosningarétti almennings.[3] Í þessu máli var staðfest að mikilvægt ákvæði í lögunum, köflunum 4 (b) og 5, væri ekki lengur í gildi, þar sem það bryti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna, enda mismunaði það fylkjum og bryti því í bága við jafnræði samkvæmt fimmtándu breytingu stjórnarskrárinnar.[4]

Bakgrunnur og aðdragandi

[breyta | breyta frumkóða]

Löggjöfin frá 1965 um jafnan kosningarétt var sett á laggirnar sem hluti af réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og baráttu þeirra fyrir kosningarétti. Tilgangur laganna var að binda enda á kynþáttamismunun í kosningum og tryggja að allir borgarar gætu nýtt sér kosningarétt sinn án hindrana, óháð kynþætti eða þjóðerni.[5] Ákvæði 4(b) afmarkaði sérstök ríki og svæði þar sem kosningaþátttaka minnihlutahópa hafði verið áberandi minni, oft vegna lagasetningar og annarra hindrana sem voru liður í kerfisbundinni kynþáttamismunun á kjörstöðum og kosningakæfingu (e. voter suppression).[6] Á þessum svæðum þurftu yfirvöld að fá sérstakt forsamþykki (e. preclearance) frá alríkisstjórninni, samkvæmt 5. kafla, áður en ný lög eða reglur um kosningar voru settar.

Shelby-sýsla í Alabama höfðaði mál árið 2010 og mótmælti þessu fyrirkomulagi. Hún taldi að ákvæði 4(b) og 5 væru úrelt og brytu í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sérstaklega var vísað til þess að þetta fyrirkomulag mismunaði ríkjum og tæki ekki nægjanlegt tillit til breyttra tíma og þróunar í kosningalögum þar sem 45 ár voru liðin frá því að lögin voru sett.[7]

Löggjöfin frá 1965 um jafnan kosningarétt var sett í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mismunun þegnanna byggðan á kynþætti stétt eða stöðu. Í dómnum kemst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að þær aðstæður sem kölluðu á að lögin voru sett á sínum tíma væru ekki til staðar lengur og því væru lögin úrelt. Gagnrýnendur úrskurðarins hafa haldi því fram að það séu engin gögn sem styðji þá fullyrðingu réttarins. Þvert á móti væri margt sem benti til að enn væri mikil þörf á að verja kosningarétt minnihlutahópa sérstaklega í Suðurríkjum Bandaríkjanna.  Einnig er gangrýnt að það sé ekki hlutverk dómstóla að ákveða hvenær það er ekki lengur þörf á að vernda kosningrétt með alríkislögum heldur hljóti það að vera löggjafans að meta hvenær ekki er slík þörf lengur til staðar.[8][9]

Margir Repúblikanar hafa haldið því fram til að koma í veg fyrir útbreidd kosningasvik þá sé nauðsynlegt að hverju ríki sé í sjálfsvald sett að setja reglur sem koma í veg fyrir svikin. Raunveruleikinn er samt sá að allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á kosningasvikum í Bandaríkjunum komast að þeirri niðurstöðu að svik séu svo fátíð að það megi fullyrða að áhrif þeirra á niðurstöðu kosningar séu nánast engar.[10]

Áhrif úrskurðarins

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu áhrifa úrskurðarins fór að gæta samstundis. Örfáum klukkustundum eftir að dómur féll lýsti dómsmálaráðherra Texas, Repúblíkaninn Greg Abbott, því yfir að lög sem Texas hafði sett 2011 sem takmörkuðu hvaða skilríki væru fullnægjandi til að taka þátt í kosningum tækju þegar gildi en lögunum hafði áður verið hafnað af Alríkisstjórnvöldum. Þessi lagasetning leiddi strax til þess að 600.000 kjósendur í Texas höfðu ekki fullnægjandi skilríki til að geta kosið. Síðan þá hafa mörg ríki breytt lögum um kosninga í þá átt að gera strangari kröfur á ýmsan hátt til þess að kjósendur get kosið. Samkvæmt Brennan Center hafa 29 ríki Bandaríkjanna gert hátt í 100 breytingar á kosningalögum og kröfum til kjósenda til að geta nýtt atkvæðisrétt sinn. Rannsón hefur sýnt fram á að frá því að lögin frá 1965 sem að hluta voru numin úr gildi með úrskurði hæstaréttar Bandaríkjanna hafði kjósendum í minnihlutahópum fjölgað um 40%  og þau gögn ættu að sýna nauðsyn þess að hafa lagasetningu sem auðveldar kjósendum að nýta kosningarétt sinn. Það eru líka til gögn sem sýna framá að mismunur í kosningaþáttöku á hvítum kjósendum  og minnihlutahópum hefur aukist eftir úrskurðinn. [11][12][13][14]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „U.S. Supreme Court strikes down key provision of Voting Rights Act“. The World from PRX (enska). 15. ágúst 2013. Sótt 12. nóvember 2024.
  2. „Shelby County v. Holder, 570 U.S. 529 (2013)“. Justia Law (enska). Sótt 12. nóvember 2024.
  3. „Voting Rights Act of 1965“, Wikipedia (enska), 22. október 2024, sótt 12. nóvember 2024
  4. „Details on Shelby County v. Holder: In Plain English“. SCOTUSblog (bandarísk enska). 25. júní 2013. Sótt 12. nóvember 2024.
  5. „VOTING RIGHTS ACT | National Voting Rights Museum and Institute“ (enska). Sótt 12. nóvember 2024.
  6. „Voter suppression in the United States“, Wikipedia (enska), 10. nóvember 2024, sótt 12. nóvember 2024
  7. „Shelby County v. Holder | Brennan Center for Justice“. www.brennancenter.org (enska). 21. júní 2023. Sótt 12. nóvember 2024.
  8. „Shelby County v. Holder | Constitution Center“. National Constitution Center – constitutioncenter.org (enska). Sótt 12. nóvember 2024.
  9. Schwartz, John. „A Guide to the Supreme Court Decision on the Voting Rights Act“. www.nytimes.com (enska). Sótt 12. nóvember 2024.
  10. Glenn Kessler (Nóvember 2022). „The Truth About Election Fraud“. The Washington Post. Sótt Nóvember 2024.
  11. „The Effects of Shelby County v. Holder | Brennan Center for Justice“. www.brennancenter.org (enska). 21. júní 2023. Sótt 12. nóvember 2024.
  12. 9467; 10017. „States Have Added Nearly 100 Restrictive Laws Since SCOTUS Gutted the Voting Rights Act 10 Years Ago | Brennan Center for Justice“. www.brennancenter.org (enska). Sótt 12. nóvember 2024.
  13. Ang, Desmond (2019-07). „Do 40-Year-Old Facts Still Matter? Long-Run Effects of Federal Oversight under the Voting Rights Act“. American Economic Journal: Applied Economics (enska). 11 (3): 1–53. doi:10.1257/app.20170572. ISSN 1945-7782.
  14. 10839; 9907; 211 (2. mars 2024). „Racial Gaps in Voter Turnout Are Growing — and Undermining Democracy | Brennan Center for Justice“. www.brennancenter.org (enska). Sótt 12. nóvember 2024.