Dr. Sigfús Blöndal (f. 2. nóvember, 1874 – d. 19. mars 1950) var bókavörður við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, er þekktastur fyrir íslensk-danska orðabók, sem hann samdi ásamt eiginkonu sinni, Björg Caritas Þorláksson. Vinna þeirra hjóna við orðabókina stóð í tæp tuttugu ár, en hún kom fyrst út á árunum 1920 – 1924 og hefur síðar tvisvar verið ljósprentuð eftir frumútgáfunni. Viðbætir var gefinn út 1963; ritstjórar hans voru Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Blöndalsbókin eða Orðabók Blöndals, eins og hún er oftast kölluð, er mikilvæg heimild um íslenska tungu.