Sigtryggur Baldursson

Sigtryggur Baldursson
Bogomil Font
Sigtryggur Baldursson árið 2012
Sigtryggur Baldursson árið 2012
Upplýsingar
Fæddur2. október 1962 (1962-10-02) (62 ára)
Störf
  • Trommuleikari
  • Söngvari
Ár virkur1989–í dag
Stefnur
Hljóðfæri
  • Trommur
  • Rödd
Samvinna
Meðlimur í
  • Bogomil Font og Milljónamæringarnir
Áður meðlimur í

Sigtryggur Baldursson (f. 2. október 1962) er íslenskur tónlistarmaður, trommuleikari og upphafsmaður hljómsveitarinnar Bogomil Font og Miljónamæringarnir. Sigtryggur var í hljómsveitunum Þey, Kukl og Sykurmolum ásamt því að spila með fleiri hljómsveitum.

Hann fluttist búferlum til Madison í Wisconsin fylki Bandaríkjanna árið 1993 og vann þar og í Chicago við upptökustjórn og hljóðfæraleik ásamt því að gera hljóðritanir til notkunar í tölvutónlist (sampling diska) og einnig eigin upptökur (Bogomil Font syngur Kurt Weill-1995 og DIP ásamt Jóhanni Jóhannssyni 1998). Hann bjó Hollandi frá 2000-2003 og vann þar m.a. diskinn Dialog með Steintrygg verkefni hans og Steingríms Guðmundssonar. fluttist til Íslands aftur árið 2003. Var framkvæmdastjóri Músíktilrauna 2004 og tónlistarstjóri hjá sumaróperunni sumarið 2004 í uppsetningu á Happy End eftir Kurt Weill og Berthold Brecht.

Hann hefur unnið með hléum með Emiliönu Torrini frá árinu 1998 - til ársins 2010, ásamt því að vinna tónlist við leikhús og kvikmyndir og heimildarmyndir og leikið inn á fjölda hljómplatna sem trommu- og slagverksleikari. Einnig gefur hann út og kemur fram undir listamannsnafninu Bogomil Font.

Hann vann útvarpsþætti fyrir RÚV um heimstónlist á sumrin 2005 og 2006. Lék með Ragnhildi Gísladóttur og Stomu Yamashta á Heimssýningunni í Japan 2005. Hann vann árið 2006 diskinn Bananaveldið undir nafninu Bogomil Font og Flís, og einnig seinni Steintrygg diskinn Trappa árið 2008 með Ben Frost. Einnig lék hann með listamönnum eins og Ben Frost, Bang Gang og Megasi, ásamt Pétri Ben og fleirum. Hann hefur setið í stjórn hjá FTT og ÚTÓN frá árinu 2006 ásamt því að sitja í stjórn Tónlistarráðs (sem úthlutar úr tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins) árið 2011. Hann hefur frá árinu 2011 einnig unnið sjónvarpsþætti um tónlist bæði fyrir ÍNN (Kolgeitin) og RÚV (Hljómskálinn, ásamt Guðmundi Kristinni Jónssyni og Braga Valdimar Skúlasyni).

Hann tók við stöðu sem framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar í febrúar árið 2012.