Silkiblásól | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Meconopsis napaulensis DC. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Papaver napaulense (DC.) Christenh. & Byng |
Silkiblásól (fræðiheiti: Meconopsis napaulensis[1]) er blásól ættuð frá Mið-Nepal.[2] Hún blómstrar stórum gulleitum blómum í skúf eða klasa upp úr hvirfingu fjaðurflipóttra, lensulaga grænna blaða. Blöðin eru stundum rauðbrún vegna hæringar. Hún vex í nokkur ár og deyr svo eftir blómgun (eins og tvíærar jurtir, "monocarpic").[3]
Nýlaga hefur verið farið yfir flokkun tegundarinnar (Christopher Grey-Wilson 2006)[4] og fjórar tegundir stofnaðar úr henni: M. chankheliensis, M. ganeshensis, M. staintonii og M. wilsonii, einnig hefur M. wallichii verið endurvakin. Það gerir silkiblásól einvörðungu gulleita á lít. Litur hinna getur verið frá rauðu yfir í blátt.
Tegundin er sögð hafa verið reynd hérlendis[5] en líklega á það við um hinar nýstofnuðu tegundir eða blendinga silkiblásólar.