Sjónvarp Símans (áður SkjárEinn) er íslensk sjónvarpsstöð sem hóf útsendingar sínar 20. október 1999, hún var áður rekin af Íslenska sjónvarpsfélaginu sem var í eigu Símans, en hún fellur núna alfarið undir Símann. Stöðin var rekin með auglýsingatekjum í 10 ár og þá ókeypis fyrir almenning en var svo breytt í læsta áskriftastöð. 6 árum seinna tilkynntu stjórnendur fyrirtækisins að opnað yrði fyrir sjónvarpsstöðina aftur ótímabundið. Hún er nú ókeypis aftur, eingöngu í línulegri dagskrá. Þann 1. júní 2016 var nafni stöðvarinnar breytt úr SkjárEinn í Sjónvarp Símans til að endurspegla þá umbyltingu sem hafði orðið á stöðinni og Símanum sjálfum eftir sameiningu Símans og Skjásins árinu áður.[1]
SkjárEinn opnaði árið 2015 streymisveituna SkjárÞættir sem varð eftir sameiningu SkjásEins við Símann að Sjónvarpi Símans Premium.