Skeena

Tundurspillirinn Skeena

Skeena var kanadískur tundurspillir sem fórst við Viðey 24. október 1944. HMCS Skeena var olíuknúið gufuskip, smíðað árið 1930. Skipið tók þátt í innrásinni í Normandí og fleiri hernaðaraðgerðum.

Skipið losnaði frá akkeri en það var þá á milli Engeyjar og Viðeyjar. Skipið rak þá upp að vesturenda Viðeyjar og strandaði þar. Fimmtán áhafnarmeðlimir fórust en 198 var bjargað. Skipverjum var skipað að yfirgefa skipið og fóru 21 skipverjar þá á tveimur björgunarflekum en þá rak inn eftir Kollafirði og björguðust sex þeirra. Skipun um að yfirgefa skipið var afturkölluð og héldu skipverjar sem eftir voru kyrru fyrir þangað til þeim var bjargað. Einar Sigurðsson útgerðarmaður og skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5 tókst að flytja erlent björgunarlið út í Viðey með því að brimlenda innrásarpramma frá bandaríska hernum í Sandvíkinni. Skipið var selt í brotajárn. Minnismerki um strandið er á vesturenda Viðeyjar en þar er minningarskjöldur og önnur skrúfa skipsins og upplýsingaskilti. Bókin Útkall: Hernaðarleyndarmál í Viðey eftir Óttar Sveinsson fjallar um þetta strand og björgunina.