Skelfiskeitrun er heiti á fjórum eitrunareinkennum sem koma einkum til vegna neyslu á samlokum (kræklingum, kúskeljum, ostrum og hörpuskel). Þessir skelfiskar eru síarar, þ.e. þeir sía fæðuna úr sjónum, og því safnast fyrir í þeim eitur sem framleitt er af svifþörungum eins og svipuþörungum og kísilþörungum. Vegna þessa er neysla á skelfiski varasöm þegar mikið er um sviflægan þörungablóma sem við Ísland gerist einkum þegar sjórinn hlýnar á vorin. Mælingar hafa sýnt að magn hættulegra þörunga getur verið yfir viðmiðunarmörkum frá mars allt fram í lok desember á vissum stöðum.[1]
Einkenni skelfiskeitrunar eru ferns konar:
Af þessum fjórum tegundum eitrunar er PSP-eitrun langskæðust þar sem hún getur leitt til bráðadauða.
Nokkrar þörungategundir sem valda skelfiskeitrun hafa fundist í Hvalfirði og þar af tvær sem eru í verulegum mæli. [2]