Skotalykill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Primula scotica
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Primula scotica Hooker | ||||||||||||||
Útbreiðsla Skotalykils
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Aleuritia scotica (Hook.) J. Sojak |
Skotalykill (fræðiheiti Primula scotica) er blóm af ættkvísl lykla sem var fyrst lýst af William Jackson Hooker.
Blöðin eru 1-5 sm löng og 0,4-1.5 sm breið, oddbaugótt, aflöng eða spaðalaga, heilrend eða gistennt, bogtennt, oftast mikið mélug á neðra borði. Blómstönglar um 4 sm. Blómskipunin 1-6 blóma. Krónublöð 5-8 mm, dökkpurpuralit með gult gin, sjaldan hvít, flipar öfug-hjartalaga, djúpsýld.[1] Litningafjöldi er 2n = 54
Skotalykill vex eingöngu á norðurströnd Skotlands, til dæmis á en:SutherlandSutherland, Caithness og Orkneyjum. Hann er skyldastur Dofralykli (P. scandinavica) sem vex í Skandinavíu og fjarskyldari norðurslóða tegundinni Maríulykli (P. stricta).[2] Á Orkneyjum finnst hann helst í sjávarhömrum við Yesnaby.
Skotalykill myndar auðveldlega fræ í heimalandinu, svo auðvelt ætti vera að fá það í gegn um Prímúluklúbba[3]. Skammlíf hérlendis.[1]