Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Sléttihnubbur (liomesus ovum) er kuðungur af Kóngaætt.
Hann hefur trausta skel, hvíta að Iit, með mjög þunnu, gulleitu hýði.
Grunnvindingurinn er stór, ferfalt lengri en hyrnan. Hvirfillinn mjög snubbóttur. Vindingarnir 4 eða 5, í minna lagi kúptir. Saumurinn nokkuð djúpur. Halinn er stuttur, og er bugur á milli hans og útrönd munnans, líkt og er á beitukóngi. Yfirborð slétt, rákalaust (á íslenzkum eintökum) eða með þéttstæðum, óglöggum þvergárum.
Vaxtarbaugar smásæir.
Árið 1970 hafði sléttahnubbur fundizt um 20 sinnum 18 hér við land, öll í ýsumögum eða ýsugörnum, og voru ýsurnar veiddar á 20—120 metra dýpi.