Snjóvelta er það þegar snjór hnoðast eða vefst upp í köggla eða vindla, gerist stundum í sunnan þíðviðri. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir á einum stað: Þegar snjóveltur eru veit á hálfsmánaðarskorpu (snjóveltur eru þegar snjór fýkur í vindla á sléttri jörð). [1]