Snorri Steinn Guðjónsson (fæddur 17. október 1981) er íslenskur fyrrum handknattleiksmaður og nú þjálfari Vals í Olísdeild karla.
Snorri Steinn lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna og var markahæstur íslensku leikmannanna á mótinu með 48 mörk.
Snorri steinn vann síðan sín önnur verðlaun með íslenska landsliðinu á stórmóti þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. 0000–2003 Island Valur Reykjavík
2003–2005 Deutschland TV Großwallstadt
2005–2007 Deutschland GWD Minden
2007–2009 Dänemark GOG Svendborg TGI
2009–2010 Deutschland Rhein-Neckar Löwen
2010– 2012 Dänemark AG København
Sem þjálfari Vals vann Snorri Steinn Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 eftir sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.