Snåsa (suðursamíska: Snåase) er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð Snåsa sveitarfélagsins í Þrændalögum í Noregi. Byggðin er við norðausturenda Snåsavatnet og hefur 660 íbúa. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 2033 (2022). Snåsa er sú byggð sem er næst landfræðilegri miðju Noregs.
Vegurinn Fv 763 fylgir sunnanverðu Snåsavatni, liggur í gegnum Snåsabæ og mætir E6 við Vegset norðan megin við Snåsavatnet, 7 km norðvestur af bænum. Snåsa er viðkomustaður á Nordlandsbanen járnbrautarlínunni, sem fylgir suðurhlið Snåsavatnet og fer norðaustur í átt að Grong. Næsti bær er Steinkjer sem er 60 km suður af Snåsa.
Snåsa er kjarnasvæði fyrir suðursamíska og 1. janúar 2008 varð sveitarfélagið, sem hið fyrsta á suðursamísku, opinberlega tvítyngt með því að vera fellt inn í stjórnsýslusvæði samísku.
Snåsa skole (Snåsaskóli) er sameignlegur grunn- og framhaldsskóli með leikskóla. Åarjel-saemiej skuvle er suðursamískur grunnskóli sem var stofnaður árið 1968 í Snåsa. Åarjel-saemiej skuvle er í samstarfi við Nord háskóla um suðursamíska kennaranámið. Skólinn er með allan Noreg sem innritunarsvæði og auk þess eru samískir nemendur frá Svíþjóð. Snåsa Montessoriskóli er einkarekinn grunn- og framhaldsskóli sem býður upp á skólagöngu fyrir öll börn í Snåsa og nærliggjandi sveitarfélögum. Skólinn er faglegur-uppeldisfræðilegur valkostur sem byggir á menntunarreglum Maria Montessori.
Snåsakirkja er falleg steinkirkja þar sem elstu hlutar eru frá 13. öld.
Snåsa er einnig heimili Snåsa þorpssafnsins - Vonheim. Húsið var friðað af Minjastofnun árið 2013.