Sonar er sjö metra langur kjölbátur fyrir þrjá til fimm siglingamenn. Hann var hannaður 1979 af kanadíska skútuhönnuðinum Bruce Kirby sem líka hannaði hina geysivinsælu Laser-kænu. Sonar var valinn sem keppnisgrein í siglingum fyrir Ólymíuleika fatlaðra árið 2000.