Sphaerothecum destruens er sníkjudýr í fiskum.[1][2] Það var fyrst uppgötvað í Bandaríkjunum í tengslum við ágengar tegundir eins og Pseudorasbora parva, en í Bretlandi var það valdur að sjúkdómi í laxfiskum eins og atlantshafslax og urriða. Sníkjudýrið er talið vera meira vandamál í Evrópu en Bandaríkjunum þar sem evrópsku tegundirnar eru næmari. Það veldur aukinni vanheilsu og dauða í mörgum laxfiskategundum og getur einnig sýkt aðrar evrópskar tegundir eins og leirslabbi, körpum og Rutilus.[3] Ættkvíslin Sphaerothecum er náskyld Dermocystidium og Rhinosporidium.[2]