Spóalilja

Spóalilja
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Yfirættbálkur: Lilianae
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
Fritillaria assyriaca


Fritillaria assyriaca[1] er jurt af liljuætt (Liliaceae)[2], sem var fyrst lýst af John Gilbert Baker. Nafnið F. assyriaca var upphaflega á tegund sem nú er skráð sem F. uva-vulpis. Grasafræðingurinn Guest safnaði þessari plöntu í norðaustur Írak 1931 og kom með til Kew. Rannsóknir Rix sýndu að þetta safn var blanda af F. assyriaca og F. uva-vulpis.[3]

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Austur Tyrkland, frá Malatya austur til Agri, og í norður Íran og Írak, á kornökrum, skriðum, og steppum í 1100 - 2500 m. yfir sjávarmáli.[4]

Laukurinn allt að 3 sm í þvermál, oft með smálaukum. Stöngull 4 - 20 sm hár. Laufblöð fjögur til sex, breiðlensulaga. Blómin eru mjóbjöllulaga, með daufri lykt. Krónublöð 1.2-2.5cm löng, yfirleitt gráleit að utan, græn eða gulleit að innan.

Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:

  • F. a. assyriaca
  • F. a. melananthera

F.a. subsp. melananthera er frábrugðin í því að hava mjórri stöngla, krónublöð mjög mjó (minni en 5 mm), með grænni rönd og svartleit að innan og svarta frjóhnappa. Lægra yfir sjó, að 700m, í suður Tyrklandi, milli Taurus fjalla og sjávar, í sendnum jarðvegi.[4]

  1. Baker, 1874 In: J. Linn. Soc., Bot. 14: 265
  2. „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“.
  3. WCSP: World Checklist of Selected Plant Families
  4. 4,0 4,1 http://encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Fritillaria/assyriaca


Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.