Svavar Pétur Eysteinsson

Svavar Pétur Eysteinsson
Svavar sem Prins Póló (2015)
Svavar sem Prins Póló (2015)
Upplýsingar
FæddurSvavar Pétur Eysteinsson
26. apríl 1977
Dáinn29. september 2022 (45 ára)
Önnur nöfnPrins Póló
StörfSöngvari, gítarleikari
Ár virkur2007 - 2022
StefnurTilraunapopp, Indí-rokk
HljóðfæriRödd, Gítar
SamvinnaMúldýrið
Rúnk
Skakkamange
FM Belfast
Dr. Gunni
Moses Hightower
Vefsíðahttp://www.prinspolo.com

Svavar Pétur Eysteinsson (26. apríl 197729. september 2022) var íslenskur tón- og myndlistarmaður sem þekktur var undir listamannsnafninu Prins Póló.

Svavar var fæddur og uppalinn í Breiðholti og nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands. Sem tónlistarmaður kom Svavar fram með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage en gaf einnig út tónlist undir listamannsnafni sínu Prins Póló. Svavar var kvæntur Berglindi Häsler og eignaðist þrjú börn með henni. Á árunum 2016 til 2020 var fjölskyldan búsett í Berufirði þar sem þau stunduðu lífræna ræktun og ráku tónleikastað og ferðaþjónustu undir nafninu Havarí. Svavar var einnig frumkvöðull í matargerð og þróaði og markaðssetti grænmetisrétti úr íslenskum hráefnum.

Veikindi og andlát

[breyta | breyta frumkóða]

Svavar greindist með fjórða stigs krabbamein árið 2018 og ræddi baráttu sína við meinið opinskátt í fjölmiðlum. Hann lést 45 ára, 29. september 2022.

Plötur Prins Póló

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Jukk (2010)
  • Sorrí (2014)
  • París norðursins (2014)
  • Þriðja kryddið (2018)
  • Falskar minningar (2020)

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Einn heima (2009)
  • Havarí Ábreiður (2019)
  • Falskar Jólaminningar (2019)
  • Hvernig Ertu? (2022)
  • Sjoppan (2022)

Tónleikaplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Túrbó (2019)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.