Taxus globosa | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Taxus globosa Schltdl. |
Taxus globosa, eða Mexíkóýr, er sígrænn runni og ein af 8 megintegundum ýviðar. Mexíkóýviður er sjaldgæf tegund, aðeins þekktur frá fáum stöðum í austur Mexíkó, Guatemala, El Salvador og Hondúras,[2] og er skráður sem tegund í útrýmingarhættu. Hann verður að jafnaði um 4.6m. Hann er með stórar, oddhvassar, ljósgrænar barrnálar sem vaxa í röð sitthvoru megin á sprotunum.
Það eru margar áætlanir um að framleiða Paclitaxel (krabbameinslyf) kring um heiminn, en mexíkóýr hefur ekki verið rannsakaður vel vegna lágs innihalds af Taxol (Bringi et al., 1995) [3] í in vitro plöntufrumuræktun.