Tetrastichus planipennisi sníkja á bjöllunni með því að bora varpbroddinum í gegn um börk trjánna og í lirfurnar og skilja eggin þar eftir. Lirfur sníkjuvespunnar nærast og þroskast í lirfu bjöllunnar og valda dauða hennar. Tetrastichus er með að minnsta kosti fjórar kynslóðir á ári og hver bjöllulirfa getur fætt að 127 lirfur af Tetrastichus. Tetrastichus planipennisi lifa af veturinn ýmist sem lirfur í hýslinum eða í göngum lirfunnar undir berki asktrjánna.[2][3][4]