The Other Economic Summit (TOES) voru toppfundir sem að áttu að þjóna því hlutverki að vera gagnrýnir á hina árlegu G7 toppfundi. Fyrsti fundurinn var haldinn 1984 og komu þar saman hagfræðingar, umhverfisverndarsinnar og aðrir sem létu sig mál samfélagsins varða. TOES varð á endanum einnig nafn yfir ýmsa svipaða fundi sem haldnir voru á næstu tveimur áratugum.[1]
Fyrsti fundurinn var haldinn 1984 og var skipulagður af samtökunum New Economics Foundation og Right Livelyhodd Awards. Stefnan var tekin á að koma fram með aðra valkosti í þróunar og umhverfismálum.[2] Tilgangur fundana var að sýna fram á að hagkerfi heimsins gætu verið skipulögð a betri hátt. Fundirnir voru einnig gagnrýnir á G7 toppfundina fyrir að þeir gerðu sér upp að vera málsvari allra jarðarbúa. TOES krafðist þess að hagstjórn heimsins lyti frekar lýðræðislegri stjórn og stungið var upp á því að G-7 fundunum yrði skipt út fyrir fulltrúaskipað hagfræðiráð innan sameinuðu þjóðana.[3]
TOES voru haldnir frá 1985-1987 í Bretlandi þar sem að sendinefnd var skipuð til þess að fara þangað sem að G7 toppfundurinn var haldin. Frá 1988 þegar var haldin TOES hefur hann verið haldin í sömu borg og G7 fundurinn var haldin. Fundirnir voru haldnir í eftirfarandi borgum; Houston (1990), Denver (1997), Birmingham (1998), Warwick (2000), Brunswick (2004).[4]