63°53′39″N 19°00′37″V / 63.89417°N 19.01028°V
Torfajökull er eldstöðvakerfi og jökull norðan við Mýrdalsjökul og sunnan við Þórisvatn. Hæsti tindur Torfajökuls er um 1.190 metra hár. Jökullinn er um 15 ferkílómetrar.[1]
Torfajökulssvæðið er mesta ríólítsvæði á Íslandi og næstmesta háhitasvæði á eftir Grímsvötnum. Á svæðinu er stærsta askja landsins. Torfajökull gaus síðast um árið 1480 en einnig er vitað af gosi árið 872. Hrafntinnuhraun myndaðist í gosinu um 872 en súru hraunin við Landmannalaugar, Námshraunin og Laugahraun mynduðust í gosinu árið 1477.[2]
Talið er að Torfajökull gæti verið næsti jökull á Íslandi sem hverfur vegna loftslagsbreytinga.[3] Fyrsti jökullinn sem hvarf var Ok.