Torngat Mountains-þjóðgarðurinn

Nachvak-fjörður.
Killinek-eyja.

Torngat Mountains-þjóðgarðurinn (enska: Torngat Mountains National Park) er þjóðgarður staðsettur í norður-Labrador. Hann er á slóðum inúíta sem fengu því framgengt að vernda svæðið árið 2005. Svæðið sem þjóðgarðurinn þekur eru um 9700 ferkílómetrar; en hann nær frá Chidley-odda í norðri til Saglek-flóa í suðri. Hreindýr, ísbjörn, heimskautarefur, förufálki og gullörn eru meðal dýra á svæðinu.

Árið 2008 varð það að þjóðgarði, þeim fyrsta í Labrador. Torngait þýðir staður andanna á máli inúítanna og eru samnefnd fjöll uppistaðan í þjóðgarðinum. Fjallgöngur og kajakróður eru vinsælar útivistagreinar þar.

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Fyrirmynd greinarinnar var „Torngat Mountains National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. des 2016.